Cleanlife logo

Ingredients

Print recipe

Ofnbakaðar rauðrófur með eplum

Serves Fyrir 3 people.

Preparation time: 10 min / Cooking time: 60 min

Þessi er hrikalega góður, bæði sem salat og heil máltíð. Ég geri alltaf meira en ég þarf og nota svo afganga frá kvöldinu í að gera fullkomna salatskál.

Ofninn er hitaður í 180 °C

Rauðrófur eru flysjaðar og skornar í sneiðar. Settar í ofnfast mót og olífuolíu er hellt yfir og saltað eftir smekk.

Bakað í 45-50 mín eða þar til þær eru orðnar mjög mjúkar.

Allt hráefni sett í skál og blandað saman.

Sósan:

Jógúrt og mayónesi er hrært saman og kryddað eftir smekk og smakkað til með sítrónusafa.