Cleanlife logo

Matseðill 8.-14.ágúst

Vikuplanið mitt fyrir mat og hreyfingu

Ég geri alltaf vikuplan í excel og set á ísskápinn þannig að þó að það komi ekki plan þá er það til staðar hjá mér. Nenni bara ekki alltaf að setja það svona fínt upp :) Ég geri líka alltaf innkaupalista þannig að það sé aldrei neitt sem vanti. Listar eru líka snilld þar sem þeir koma í veg fyrir að eldhúsið fyllist af einhverjum mat sem átti að nota einhvern tímann. Er búin að vera að glíma við áreynslu eftir Covid og tók loksins ákvörðun um að hætta að pæla í neinum keppnum eða þrautum og einblína bara á að hreyfa mig rólega og njóta. Byrjaði einnig í Clean hjá Greenfit þar sem mér gengur alltaf best að fylgja plani í hóp. Svo er það miklu skemmtilegra. Með minna æfingaálagi þá þarf ég ekki snarlið seinni partinn nema um helgar þegar æfingar eru lengri. Ég vinn þetta plan samt eftir veðrinu og oft svissa ég æfingum þar sem ég nenni ekki hjóla í roki og rigningu. Ef rýnt er vel í matarplanið má sjá að það er alltaf afgangur í hádeginu frá kvöldinu áður og föstudagar eru yfirleitt afgangadagar til að hreinsa upp það sem er til á meðan krakkarnir fá föstudagspizzuna.