Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Langa með blómkálshrísgrjónum

2

Undirbúningstími: 15 mín / Eldunartími: 10 mín

Ég elska að borða litríkan mat og þessi stendur algjörlega undir nafni. Ég sá fallega mynd og við Axel lékum okkur með grunnhugmyndina og settum svo okkar tvist á hana.

Ofninn er hitaður í 180 °C

Gulræturnar eru skornar í mjóa fleka. Olía og krydd blandað saman í skál og gulrótum veltu upp úr. Raðað á bökunarplötu og bakaðar á sama tíma og langan í 10 mínútur.

Langan er skorin í 4 bita og krydduð. Hún er léttsteikt á pönnu á annari hliðinni í ca 1 mínútu og svo snúið við og sett inn í ofn á sama tíma og gulræturnar.

Blómkálið er tætt í matvinnsluvél (betra að púlsa nokkrum sinnum þannig að það tætist ekki of mikið). Kryddað vel og eldað á pönnu þar til að lítur út eins og hrísgrjón.

Maturinn er borinn fallega fram. Ég setti klettasalat í hluta á botninn og blómkálshrísgrjónin í restina. Nokkrar gulrætur ofan á hrísgrjónin og svo fiskinn. Aðeins fleiri gulrætur og svo vínber, valhnetur og skreytt með saxaðri steinstelju.