Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Súkkulaði Kashewhnetubúðingur

2

Undirbúningstími: 30 mín / Eldunartími: 2 mín

Þessi er nú verulega hitaeiningaríkur en ég hef alltaf verið að reyna að finna eitthvað með góðum hitaeiningum til að borða á löngum laugardögum þegar ég tek lengri æfingar og þarf því að borða meira. Á eftir að leika mér meira með þessa uppskrift þar sem mig langar að prófa að taka út Agve og setja inn döðlur og hempfræ.

Allt sett í blandara og blandað þar til það verður silkimjúkt. Skreytt að vild t.d. ferskum berjum og kakónibbum.