Fyrir 3-4
Undirbúningstími: 20 mín / Eldunartími: 80 mín
Heill kjúklingur fylltur með jólalegri fyllingu. Fyllingin er algjört nammi og myndi einnig henta vel með kalkún. Einnig er gott að fylla kjúklingabringur með þessari fyllingu til að breyta til.
Stilla ofninn á 200 °C og blástur
Allt hráefni skorið í litla bita og kanil blandað saman við
1. Kjúklingur er settur í eldfast mót og olíu hellt yfir hann og svo kryddaður með salti, pipar og kjúklingakryddi.
2. Fyllingin er sett inn í kjúklinginn og lokað með tannstönglum.
3. Kjúklingurinn er settur í eldfast mót og inn í ofn í ca 20 mínútur.
4. Fennel skorið í bita og bætt út í eftir 20 mínútur og olíu hellt yfir kjúklinginn.
5. Restinni af grænmetinu er bætt út í eftir 30 mínútur og þá er tilvalið að ausa kjúklinginn aftur með olíu
6. Eldað í 30 mínútur í viðbót þangað til kjöthitamælir sýnir 70°C. Best að stinga í bringuna þar sem þar er þykkasti partur kjúklingsins.
Það má síðan leika sér með grænmetið, rótargrænmeti passar einnig mjög vel við.
Fyllingin er algjört nammi og myndi einnig passa mjög vel sem eftirréttur. Mamman segir með kókósrjóma en sonurinn segir með ís.
Það er mjög gott að bera þennan kjúkling fram með steiktu hvítkáli og hindberjasalati