Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Pistasíulax með mangósalsa

4

Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 15 mín

Þetta er ein af mínum uppáhaldsuppskriftum og ég elda hann oft. Mangósalsað hentar gífurlega vel með pistasíulaxi en rauðrófusalat gengur mjög vel líka

Ofninn er hitaður í 180 °C

Laxinn er settur í ofnfast mót, fínt að vera búin að olíubera fatið. Kryddað með salti, pipar, fiskikryddi og reyktri papriku og svo er söxuðum pistasíuhnetum dreift yfir. Bakað í 14-20 mín eftir þykkt laxins. Hægt að sannreyna með því að stinga tannstöngli í fiskinn.