Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Sælkeralax

3

Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 20 mín

Þessi er algjört nammi enda er smá Agave notað. Á eftir að þróa hann aðeins betur og finna eitthvað í staðinn fyrir Agave. Þessi uppskrift er fyrir 3 eða eins og ég geri það. Fyrir 1 og 2 afgangar.

Ofninn er hitaður í 180 °C.

Sítrónur eru skornar í sneiðar og settar í botninn á eldföstu móti. Laxinn er settur yfir. Ég set smá olíu yfir laxinn og salt og pipar og set svo Agavemaukið yfir. Læt hann bakast í ca 20 mín (þetta fer algjörlega eftir stærð laxsins). Ég nota 500 gr af óelduðum lax sem verður ca 450 gr eldaður. Þegar laxinn er eldaður er hnetumaukið sett yfir hann. Mér finnst gott að bera hann fram með t.d. salatati með appelsínum, granateplafræum og graskersfræum (Macros miðast ekki við það).

MACROS SAMKVÆMT MFP (án salats)

Kalóríur: 480 - Kolvetni: 14,9 gr, Fita: 30,9 gr. Prótein: 34,6gr. Trefjar: 1,7 gr.