Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Súkkulaðibúðingur með eggjum

Fyrir 1.

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 2 mín

Þessi kemur ótrúlega á óvart og ef við spáum í það þá eru egg í flestum súkkulaðikökum ekki satt. Það er hægt að nota þennan í allskonar. Morgunmat og jafnvel bæta þá við einu eggi, eftirrétt og deila þá með vini eða hreinlega geyma hálfan skammt til morguns.

Eldið eggið, mér finnst best að hræra þau á pönnu og kælið. Setjið allt í blandarann og maukið þar til það er orðið silkimjúkt. Best að setja eggin ekki næst hnífnum.. Setjið í skál og berið fram með ykkar uppáhalds toppings. Það er líka sniðugt að bæta við s.s. hempfræjum, chiafræum og þess háttar ef þú vilt fá meira prótein og meiri trefjar.