Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Ungnautafille

Fyrir 2-3

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 15 mín

Fljótlegt og dásamlegt gott ungnautafille. Gaman að blanda mismunandi grænmeti með og eiga svo afgang í ungnautasalat daginn eftir.

1. Ofninn hitaður á 200 °C með blástri.

2. Nautið er kryddað báðum megin með salti og pipar

3. olía hituð á pönnu með fersku timíani og tveimur hvítlauksrifjum

4. kjötið sett á þegar pannan er orðin heit. Kjötið er brúnað á öllum hliðum og síðan sett inn í ofn með kjöthitamæli og eldað þar til hitamælirinn sýnir 55-60 °C, sirka 10-15 mínútur.

Mjög gott að bera fram með t.d. ofnbökuðu graskeri og perusalati

Mér finnst gífurlega gott að setja pestó yfir nautakjötið.